26.10.2009 | 10:20
Af hverju má ekki skattleggja auðlindir og orku?
Um allan hinn iðnvædda (og siðvædda) heim er verið að innleiða auðlinda- og mengunarskatta. Kolefnisskattur er kominn í mörgum löndum ESB og víðar. T.d er um 40 kr. kolefnisskattur á bensíni í Svíþjóð en hér á landi er bensínverð með því er með því lægsta sem fyrirfinnst í ESB. Svíþjóð er fyrirmyndarland í umhverfismálum og samkeppnishæfni í atvinnulífi þess með því mesta í heiminum.
Raforkuverð til almennings hér á landi er aðeins um þriðjungur þess sem það er að jafnaði í ESB og enn meiru munar þegar verð á raforku til fyrirtækja er skoðað. Margir af þekktustu hagfræðingum heims hvetja til þess að náttúruauðlindir (m.a. orka) og mengun verði markaðsvædd (sköttuð) en vinnuskattar verði lækkaðir. Ég vona að ríkisstjórnin hafi þá framtíðarsýn að halda sig við markaða stefnu í fjárlagafrumvarpi 2010 um orku- og auðlindaskatta en láti ekki undan hagmunagæslu-barlómnum og talsmönnum gamaldags ofnýtingarstefnu iðnaðarsamfélaga 19. og 20. aldarinnar.
Í bið vegna orkuskatts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Magnús Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bensínverð er ódýrt á Íslandi, út af gengi krónunnar. Það hefur hækkað all verulega til Íslendinga á síðustu misserum. Verðið í Svíþjóð, t.a. hefur vart hækkað í tvö ár. Það þýðir lítið að bera saman verð með gjalmiðil sem er ónýtur.
Að sama skapi er raforkuverðið sem þú nefnir spennandi. Áður en gjaldmiðillinn okkar hrundi, var mjög svipað að kynda upp húsið sitt í Svíþjóð og Íslandi. En íslendingum er alltaf sagt að það sé svo ódýrt hjá okkur. Bull.
Daníel (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 10:45
svo er ekki sama, vistvæn orka og ekki.
Þórhildur Daðadóttir, 26.10.2009 kl. 12:27
Hvort er betra að skattlegga mikið og fá litla veltu í þjóðfélaginu eða skattleggja lítið og fá mikla veltu?
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2009 kl. 12:47
Spurning Gunnars er réttmæt en skortir viðmið því aðalatriðið er að vernda jöfn lífskjör og velferð og það gengur mikið betur í löndum sem skattleggja mikið. Mikil skattlagning lítil fátækt, lítil skattlagning mikil fátækt.
stefan benediktsson (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 17:03
Ef einhver stefna er 19 og 20 aldar fyrirbæri þá er það lísviðhorf NEIJARANNA (VG) , þeir hanga í frösum sem voruu í tísku á fyrri hluta 20 aldarinnar.
En annars þá dettur mér alltaf í hug sagan um púkann á fjósbitanum , þennan sem batt kýrnar saman á halanum til að safna blótsyrðum bóndans í kladda handa húsbónda sínum, og sér í lagi finns mér ÖJ standa sig vel í slíkri iðju.
En þetta er auðvitað bara mín sýn á fyribærið.
Bjössi (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.