Nýr botn í óskammfeilni Framsóknar

Aldrei hafa stjórmál á Íslandi risið lægra en í málflutningi Framsóknar- og Sjálfstæðismanna þessa dagana. Engu er líkara en að þeir ætli sér að kalla yfir þjóðina nýtt hrun, sínu verra en það fyrra. Það er aumkunarvert að heyra og sjá formenn og fleiri þingmenn þessara flokka reyna að þvo af sér pólitíska ábyrgð á bankahruninu með því að ásaka Jóhönnu Sigurðardóttur um landráð og tala eins og þeir hafi komið til jarðar í sumar. Flokkarnir sem græðgisvæddu Ísland og hafa valdið meiri samfélagslegum skaða en dæmi eru um hér á landi!  
mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú hlýtur að vera sonur Jóhönnu.

Baldur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 01:57

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Viltu ekki láta reyna á það hvort um sé að ræða sannleikskorn í fréttinni ??  Eruð þið Samfylkingarmenn svo blindaðir í ESB sýninni að jafnvel hugsanlegt pólitískt hryðjuverk forsætisráðherra skiptir ekki máli ?

Hverrar þjóðar eru þið þá eiginlega ??

Sigurður Sigurðsson, 11.10.2009 kl. 11:49

3 identicon

Heimilin í landinueru meira og minna í rúst.

Og engin hefur verið setur í steininn út af því, afhverju ?

Rabbi (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 00:42

4 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Við mamma erum ósköp venjulegt fólk með heimilistekjur undir meðallagi, en keyptum okkar íbúð sem betur fer ekki á myntkörfuláni. Auðvitað eigum við minna skotsilfur, en við höfum það samt ansi fínt. Okkar heimili er alls ekki í rúst, og flestir sem við þekkjum eru líka í góðum málum. Ég held það sé aðallega fólk sem keypti sér hús á þeim tíma sem myntkörfulánin voru vinsæl (síðan u.þ.b. 2003 held ég), en aðrir, sem ekki hafa misst vinnu og eru með húsnæðislán í krónum, geta alveg spjarað sig.

Við skulum forðast að mála skrattann á vegg. Fjöldi fólks er í vandræðum, en miklu fleiri eru í góðum málum.

Þórarinn Sigurðsson, 12.10.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Jónsson

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband