Lýðskrum og læknalaun

Öll þessi umræða um lækkun launa opinberra starfsmanna er fyrst og fremst lýðskrum sem forseti lýðveldisins hratt af stað og síðan var kórónuð með afskiptum stjórnvalda af Kjararáði sl. vetur . Flestir vita að Kjararáð á að starfa óháð framkvæmdavaldinu eins og hver annar dómur og því eru þessi afskipti trúlega lögleysa. Hugmyndir um lækkun á launum lækna niður fyrir laun forsætisráðherra er ekki bara áframhaldandi lýðskrum heldur atlaga að heilbrigðiskerfinu. Laun ráðherra ráðast ekki af neinum markaðsaðstæðum, menntun, hæfni eða frammistöðu. Læknar eru hins vegar einhver best menntaða stétt landins, bera meiri ábyrgð í starfi en flestar stéttir og þeir eru flestir alþjóðlega eftirsóttir. Laun þeirra byggjast auk þess að mjög löngum vinnutíma, viðveru og afköstum.

Engin alþjóðleg eftirspurn er eftir ráðherrum frá Íslandi, ekki einu sinni forsætisráðherrum, hvorki fyrrverandi eða núverandi. Laun þeirra hafa því enga skírskotun til eftirspurnar. Íslenskir læknar geta hins vegar valið úr störfum á erlendri grundu og býðst þar oft tvöföld eða þreföld laun miðað við það sem hér er í boði.

Ýmislegt bendir til að krukk stjórnvalda í laun starfsmanna sinna eigi eftir að valda stórfelldum skaða. Bæði verður ríkið ekki samkeppnisfært um starfsfólk, þegar til örlítið lengri tíma er litið auk þess sem miðlægar ákvarðanir stjórnvalda um laun einstakra hópa er afturhvarf til þeirrar fortíðar þegar launakerfi opinberra starfsmanna var bæði "arfavitlaust og handónýtt", svo vitnað sé í ummæli fv.  fjármálaráðherra Friðriks Sophussonar og þáverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, sem nú gegnir starfi Ríkissáttasemjara. 

Ekki þarf annað en að líta í tekjublað Frjálsrar verslunar mörg sl. ár til að sjá að vandi íslenska græðgissamfélagsins liggur ekki í launum opinberra starfsmanna, þar með talið launum lækna, né heldur eru þeir í þeim hópi sem ekki standa skil á sköttum af tekjum sínum.


mbl.is Hefði mest áhrif á laun lækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Það er dálítið merkilegt finnst mér með þessa alþjóðlegu eftirspurn eftir íslenskum læknum verður maður aldrei var við þegar maður býr erlendis. Maður fréttir yfirleitt bara af heimsfrægð íslendinga á Íslandi sjálfu.

Ég hef til dæmis búið erlendis í meira en fimmtán ár og aldrei heyrt minnst á þann "heimsfræga" mann Kristjón Jóhannsson.

Jón Bragi Sigurðsson, 4.7.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Jónsson

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband